sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Erlend skip lönduðu minna

28. júní 2021 kl. 10:06

Norsk fiskiskip við bryggju á Fáskrúðsfirði. MYND/ÓM

Þriðjungs samdráttur varð milli áranna 2019 og 2020 í löndunum erlendra skipa hér á landi.

Hagstofan hefur tekið saman tölur um landanir erlendra fiskiskipa hér á landi árið 2020. Alls lönduðu þau tæpum 37.000 tonnum sem er 32,6% samdráttur frá árinu 2019. Landanir erlendra skipa hér hafa ekki verið minni frá aldamótum.

Færeyingar lönduðu bróðurpartinum af þessu magni, eða 25.000 tonnum sem er tveir þriðju af heildarlöndunum erlendra skipa hér. Yfirleitt hafa færeysk, grænlensk og norsk skip landað mestu hér á landi.

Árið 2018 lönduðu erlend skip hér 130 þúsund tonnum, og árið 2015 lönduðu þau nærri 150.000 tonnum. Á árunum upp úr aldamótum lönduðu erlend fiskiskip árlega hátt á annað hundrað þúsundum tonna, mest árið 2003 þegar þau lönduðu hér 224.000 tonnum.