fimmtudagur, 20. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Erlendum veiðiskipum við Ísland stórfækkaði í fyrra

17. maí 2010 kl. 12:16

Á síðasta ári höfðu 57 erlend fiskiskip veiðileyfi íslenskri lögsögu sem er einungis þriðjungur af því sem tíðkast hefur undanfarin ár. Munar þar mestu um að engin leyfi til loðnuveiða voru gefin út á árinu 2009 og engin Evrópusambandsskip sóttu um leyfi til karfaveiða.

Af þeim 57 veiðileyfum sem gefin voru út vegna veiða erlendra skipa hér við land í fyrra voru 32 línu- og haldfæraveiðileyfi, 14 leyfi til veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum og 10 kolmunnaveiðileyfi.

Þetta kemur fram í nýútkominni starfsskýrslu Fiskistofu. Því má bæta við að áðurnefnd veiðileyfi voru gefin út til færeyskra og norskra skipa í samræmi við gagnkvæma fiskveiðisamninga milli Íslands annars vegar og Færeyja og Noregs hins vegar.