mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ert þú með framúrstefnuhugmynd?

12. september 2012 kl. 12:59

Akkeri

Sjávarútvegsráðstefnan lýsir eftir hugmyndum til að efla íslenskan sjávarútveg.

 

Sjávarútvegsráðstefnan kallar eftir framúrstefnulegum nýsköpunarhugmyndum, sem veita á viðurkenningu fyrir á næstu ráðstefnu vettvangsins. Markmiðið er að hugmyndirnar séu framsæknar og frumlegar og skapi umræðugrundvöll eða nýja hugsun.  

Við mat á hugmyndum verður m.a. litið til eftirfarandi þátta: Frumleika, virðisauka, sjálfbærni, og ímyndar landsins eða greinarinnar út á við. 

Veitt verður verðlaunafé að upphæð kr. 400 þús., en auk þess fá hugmyndirnar kynningu og sérstaka viðurkenningu á Sjávarútvegsráðstefnunni 8.-9. nóvember 2012.

Frestur til að skila inn umsóknum er 1. október 2012.

Nánari upplýsingar eru á vef ráðstefnunnar