sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ESB hafnar þorskkvótum í Barentshafi

8. desember 2011 kl. 15:53

Þorskur

Getur ekki þegið 19.000 tonna kvóta vegna þess að sambandið hefur ekki kvóta til að láta á móti.

Þorskur er sú kvóttegund sem flestir sækjast eftir. Sú sérkennilega staða er komin upp að Evrópusambandið getur ekki þegið nema 16.000 tonna af 35.000 tonna þorskkvóta í Barentshafi, sem sambandinu stendur til boða á næsta ári, vegna þess að það hefur ekki handbæra kvóta til þess að láta norsk skip hafa í staðinn.

Ástæðan fyrir þessu er sú að þorskkvótinn í Barentshafi hefur aukist svo mjög en samkvæmt samningi á ESB rétt á ákveðnu hlutfalli norska þorskkvótans.

Íslenska loðnan tengist þessum viðskiptum því ákvæði er um að verði loðnuveiði við Ísland og Grænland skuldbindur ESB sig til að láta Noreg hafa 20.000 tonna loðnukvóta gegn 2.000 tonna þorskkvóta í Barentshafi.