mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ESB og Noregur semja um makríl

14. mars 2012 kl. 13:48

Makríll (Mynd: Þorbjörn Víglundsson)

Skenkja sér 90% af veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins.

Noregur og Evrópusambandið hafa gert samkomulag um nýtingu makrílstofnsins á yfirstandandi ári. Samkvæmt því koma 396.468 tonn í hlut ESB og 181.085 tonn í hlut Noregs.

Fram kemur að samkomulagið sé byggt á veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins um 639.000 tonna hámarksafla makríls á árinu 2012. Samkvæmt þessu hafa Noregur og ESB skenkt sér 90% af ráðlögðum heildarkvóta eins og þessir aðilar gerðu einnig á síðasta ári.

Lisbeth Berg-Hansen sjávarútvegsráðherra Noregs segir í frétt á vef ráðuneytisins að hún sé ánægð með samkomulagið við ESB. Miðað við aðstæður sé þetta góð lausn fyrir norskan sjávarútveg. Áfram verði unnið hörðum höndum að því að ná samkomulagi strandríkjanna um varanlega lausn á makríldeilunni.