þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ESB styrkir skoskan sjávarútveg

26. október 2010 kl. 12:52

Evrópusambandið veitti nýlega  jafnvirði tæplega tveggja milljarða íslenskra króna til að styrkja skoskan sjávarútveg og fiskeldi. Alls 144 fyrirtæki njóta styrkjanna að þessu sinni og eru þeir sagðir geta skapað og tryggt störf næstum 3.500 manna.

Styrkirnir eiga að stuðla að fjárfestingu í nýjum tækjum, aukinni framleiðslu og því að bæta atvinnuástand. Hundruð skoska fyrirtækja hafa notið styrkja úr Evrópska fiskveiðisjóðnum frá því að honum var komið á fót, að því er fram kemur á sjávarútvegsvefnum fis.com.