mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ESB vill banna reknetaveiðar alfarið

19. maí 2014 kl. 17:00

Portúgalskir fiskimenn á ólöglegum reknetaveiðum.

Netin sögð skaðleg lífríki hafsins.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að reknetaveiðar verði með öllu bannaðar frá og með 1. janúar 2015 innan lögsögu ESB. Með banninu á að koma í veg fyrir að sjávarspendýr, skjaldbökur og sjófuglar festist í netunum og drepist af þeirra völdum. 

Haft er eftir Maríu Damanaki sjávarútvegsráðherra Evrópusambandsins á sjávarútvegsvefnum fis.com að veiðar með reknetum séu stórhættulegar lífríki hafsins og hafi staðleg áhrif að sjálfbærar veiðar.  Damanaki segir einu leiðina til að uppræta vandann sé að hafa skýrar reglur og banna veiðar með reknetum alfarið.

Veiðar með reknetum hafa reyndar verið bannaðar í lögsögu Evrópusambandsins frá 2002, einkum til að koma í veg fyrir veiðar á flökkutegundum eins og tún- og sverðfiski, en illa hefur gengið að framfylgja banninu vegna galla í lögunum sem menn hafa notfært sér.