mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eyðslan niður um 60%

11. febrúar 2019 kl. 13:00

MDV 1, skip ársins í Hollandi 2016.

Nýstárleg hollensk skipahönnun

Nýstárleg skipahönnun sem kom fyrst á markað 2016 nýtur nú talsverða vinsælda meðal evrópskra útgerða. Skipin eru afrakstur samstarfs hollensku skipasmíðastöðvanna Padmos og Hoekman sem fullyrða að tekist hafi að ná koltvísýringsútblæstri í þeim niður um 60% í samanburði við hefðbundin skip.

Skipasmíðastöðvarnar hafa gefið út að frá því fyrsta MDV skip þeirra var sjósett 2016 hafi borist pantanir í 13 skip.

Fyrsta skipið, MDV-1, var 30 metra langt flatfiskskip með pláss fyrir 850 kör. Skipið hlaut viðurkenninguna Skip ársins í Hollandi þetta ár. Hollenska ríkið veitti skipasmíðastöðvunum fjárhagslegan stuðning við hönnunarferlið í tengslum við prógrammið Áætlun um sjálfbærar veiðar sem miðar að því að draga úr kolefnisfótspori landsins.

Nú þegar hafa verið smíðuð sex MDV 1 skip og sjö önnur skip eru í smíðum. Verð á skipunum eru breytilegt eftir stærð, allt frá 3-5 milljónum evra. Mest hefur eftirspurnin verið frá frönskum útgerðum sem eru sérstaklega áhugasamir um minnstu gerð skipanna sem eru 19,2 metra strandveiðibátar.

Orkusparnaðurinn næst með hönnun skrokksins og kjalarins með það fyrir augum að draga sem mest úr viðnámi í sjó. Þá er það tvinnaflrás (dísilvél og rafmótora) sem knýr skipin og skrúfan er 3 metrar í þvermál og snúningurinn mun hægari í minni skrúfum sem dregur úr orkunotkun.

Annar rafmótorinn er 500kW sem nýtist á útstími og við veiðar. Annar, 117kW, nýtist á heimstími með fullhlaðið skip.

Í þriðja lagi var allt gert til að létta skipin. Skrokkur þeirra er úr stáli en margt annað úr samsettum og léttari efnum.