þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eyþór Björnsson skipaður fiskistofustjóri

6. október 2010 kl. 15:39

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað Eyþór Björnsson, forstöðumann fiskveiðistjórnunarsviðs Fiskistofu, fiskistofustjóra til fimm ára.  Hann tekur við af Árna Múla Jónassyni sem tók nú nýlega við starfi sem bæjarstjóri á Akranesi.

Eyþór var valinn úr hópi 22ja umsækjenda um stöðu þessa. Hann er skipstjórnarmenntaður, með 15 ára slíka reynslu á sjó ásamt því að vera menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og með MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Eyþór hefur tæpra fimm ára starfsreynslu hjá Fiskistofu.