þriðjudagur, 24. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Færeyingar búnir að veiða 17% meira hér við land en í fyrra

15. ágúst 2011 kl. 13:36

Færeyskt línuskip. (Mynd: Þorgeir Baldursson)

Botnfiskafli færeyskra skipa í lögsögu Íslands kominn í 2.700 tonn

Alls voru 8 færeysk línuskip að veiðum í íslenskri lögsögu í júlímánuði. Heildarafli skipanna var 304 tonn. Mest var um ufsa í aflanum, 220 tonn og keiluaflinn var 33 tonn. Þorskaflinn var 26 tonn, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.

Það sem af er ári hafa færeysk línuskip veitt tæp 2.670 tonn í íslenskri lögsögu. Á sama tíma í fyrra var aflinn heldur minni eða tæp 2.290 tonn. Heildarbotnfiskaflinn er því tæplega 17% meiri í ár en á síðasta ári. Þorskafli færeysku skipanna er kominn í 573 tonn miðað við 484 tonn á sama tíma í fyrra en heimild færeyskra skipa á yfirstandandi ári eru 1.200 tonn, segir ennfremur á vef Fiskistofu.