þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Færeyingar ekki sáttir við 12% makrílkvótans

18. október 2013 kl. 11:41

Jacob Vestergaard sjávarútvegsráðherra Færeyja

Færeyski sjávarútvegsráðherrann segir þá munu taka þann hlut af makrílkvótanum sem þeim beri.

Færeyingar ætla ekki að sætta sig við að fá einungis að veiða 12 prósent af makrílkvótanum, eins og búist er við að Evrópusambandið bjóði þeim. Þetta segir Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja á færeyska fréttavefnum Aktuelt og er til þess vísað á fréttavef RÚV.

Jacob segir að Færeyingar eigi rétt á 15 prósent kvótans og eigi að veiða allan kvótann í færeyskri lögsögu þá skuli hlutur þeirra í kvótanum vera 23 prósent.

Talið er að Íslendingum og Færeyingum verði hvorum boðin 12 prósenta hlutdeild í kvótanum á fundinum sem haldinn verður í Lundúnum í næstu viku. Það myndi þýða að Íslendingar gætu veitt svipað magn árlega og hingað til.

Jacob Vestergaard segir að Færeyingar taki þann hlut af makrílkvótanum sem þeim beri.

Þá hefur komið fram í fréttum að sjávarútvegsráðherra Írlands hafi alfarið hafnað tillögum framkvæmdastjórnar ESB í makríldeilunni.