sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Færeyskur bátur braut hrygningarbannið

20. apríl 2012 kl. 09:56

TF SYN, flugvél Landhelgisgæslunnar

Staðinn að ólöglegum veiðum suður af Vestmannaeyjum.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, stóð í gærmorgun færeyskan línubát að meintum ólöglegum veiðum innan hrygningarstoppssvæðis suður af Vestmannaeyjum. Var skipstjóra gert að ljúka við að draga línuna og halda síðan til hafnar í Vestmannaeyjum þar sem skýrslutaka mun fara fram.