miðvikudagur, 12. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Færri bátar og minni meðalafli

10. apríl 2014 kl. 11:05

Grásleppa

Grásleppuveiðar fara rólega af stað.

Mun færri bátar eru komnir á grásleppuveiðar nú en á sama tíma í fyrra og meðalafli á bát er sömuleiðis verulega minni. 

„Í fyrra voru 184 grásleppubátar byrjaðir veiðar hinn 8. apríl en nú aðeins um 100. Aflinn á þessum tíma á síðasta ári var 2.200-2.300 tunnur umreiknaður í hrogn en er nú 800-900 tunnur,“ sagði Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda (LS) í samtali við Fiskifréttir.

Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.