miðvikudagur, 12. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Farmanna-og fiskimannasambandið lagt niður

27. nóvember 2017 kl. 17:00

Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og Félags skipstjórnarmanna.

Var stofnað árið 1939

 Á þingi Farmanna-og fiskimannasambandsins var lögð fram og samþykkt samhljóða tillaga um að sambandið verði lagt niður og Félag skipstjórnarmanna taki við hlutverki þess.

 Tillagan var lögð fram af formönnum allra aðildarfélaga FFSÍ, það er að segja Félags skipstjórnarmanna, Vísis, Verðanda, Félags Bryta og Félags Íslenskra loftskeytamanna.

 Farmanna- og fiskimannasambandið var stofnað, að tillögu Konráðs Gíslasonar, þáverandi formanns- Skipstjóra- og stýrimannafélags Reykjavíkur, árið 1938. Það hefði því orðið 80 ára á næsta ári.