laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fáum15.000 tonna þorskkvóta í Barentshafi

3. janúar 2014 kl. 15:54

Þór HF og Venus HF að veiðum í Barentshafi. MYND/ÞORGEIR BALDURSSON

Þar af 9.100 í norskri lögsögu og 5.700 í rússneskri.

Atvinnuvegaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar íslenskra skipa í Barentshafi á nýbyrjuðu ári en veiðiheimildirnar byggjast á Smugusamningunum svonefndu. 

Samkvæmt henni mega Íslendingar veiða 9.075 tonn af þorski í lögsögu Noregs og 5.672 tonn af þorski í lögsögu Rússlands. Vegna skila í pottakerfið íslenska dragast 436 tonn frá kvótanum við Noreg og 272 tonn við Rússland. 

Að auki má geta þess að Íslendingum stendur til boða að taka á leigu 3.404 tonna þorskkvóta í rússneskri lögsögu, en ekki hefur verið samið um leiguverð fyrir þann kvóta. 

Við þorskveiðarnar í Barentshafi er heimilt hafa allt að 30% meðafla af öðrum tegundum. Þó má karfi ekki vera nema 15% í hverju togi og 15% af lönduðum þorskafla og grálúða má ekki vera meiri en 12% í hverju togi og ekki meiri en 7% af lönduðum þorskafla.