föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Félagsdómur sýknaði LÍÚ

14. október 2013 kl. 12:48

Hluti fundarmanna á samstöðufundinum umrædda á Austurvelli sumarið 2012.

Samstöðufundurinn á Austurvelli í fyrra var lögmætur.

Félagsdómur sýknaði LÍÚ, í máli sem að ASÍ stefndi fyrir félagsdóm. Taldi ASÍ að LÍÚ hefði með aðgerðum sínum 7. júní 2012 um að halda samstöðufund þar sem mótmælt var fyrirhuguðum frumvörpum um stjórn fiskveiða og veiðigjöld verið að efna til ólögmætra pólitískrar vinnustöðvunar. 

LÍÚ og SA hafa alla tíð hafnað þessari skoðun ASÍ. Félagsdómur sagði í dómsniðurstöðu sinni að ekki væri hægt að fallast á að beina því til félagsmanna sinna til að halda skipum sínum ekki til veiða eftir sjómannadag, heldur beina þeim til Reykjavíkurhafnar væri vinnustöðvun í skilningi vinnulöggjafarinnar. Engu máli skiptir þótt taka megi undir að tilmæli LÍÚ hafi falið í sér hvatningu til óhefðbundinnar notkunar á fiskiskipaflotanum væri að ræða, enda bar aðgerðin engin megineinkenni vinnustöðvunar. LÍÚ og SA voru því sýknuð af kröfu ASÍ. 

Frá þessu er skýrt á vef LÍÚ.