sunnudagur, 12. júlí 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fengu tólf túnfiska í trollið!

29. september 2011 kl. 09:20

Túnfiskarnir tólf sem togarinn Baldvin Njálsson GK fékk í einu holi á dögunum.

Óvæntur fengur frystitogarans Baldvins Njálssonar GK á makrílveiðum.

Karlarnir á frystitogaranum Baldvini Njálssyni GK ráku upp stór augu þegar þeir fengu tólf túnfiska í trollið austan við Litla dýpi, þar sem  þeir voru á makrílveiðum fyrr í þessum mánuði.

Að sögn Arnars Óskarssonar skipstjóra voru túnfiskarnir frá tveimur metrum og upp í 2,40 metra að lengd. Önnur skip á sömu slóð urðu ekki vör við neinn túnfisk. Uppákoma af þessu tagi er mjög sjaldgæf.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.