föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

FFSÍ lýsir áhyggjum af stöðu samningamála

26. nóvember 2012 kl. 09:34

Skipstjórnarmaður í brúnni. (Mynd: Kristinn Benediktsson).

Mótmælir því að opinber álagningarstefna stjórnvalda á atvinnugreinina rýri kjör sjómanna.

Formannaráðstefna  Farmanna- og fiskimannasambands Íslands haldin 23. nóvember 2012 lýsir áhyggjum af stöðu samningamála milli sjómanna og Landsambands íslenskra útvegsmanna, ekki síst með tilliti til fullyrðinga stjórnvalda um að nýálögð veiðigjöld eigi ekki að hafa áhrif á launakjör sjómanna, en útvegsmenn telja að sjómenn skuli taka þátt í  þessum nýju álögum stjórnvalda á útgerð og fiskvinnslu með lækkun launa sinna.

Ráðstefnan mótmælir því harðlega að opinber álagningarstefna stjórnvalda á atvinnugreinina rýri kjör sjómanna.   

Af öðrum ályktunum formannaráðstefnu má nefna: 

Samkeppnisstofnun skoði nú þegar hvort sala og verðlagning á fiski í beinum viðskiptum milli aðila standist samkeppnislög.

Skorað er á þar til bær yfirvöld að beita sér með öllum ráðum fyrir því að allur sjávarafli   verði verðlagður í gegnum fiskmarkað eða afurðaverðstengdur.

Þeim tilmælum er beint til sameiginlegrar samninganefndar fiskimanna að kvika í engu frá þeim árangri sem náðst hefur í slysatryggingu fiskimanna.