sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fimm ESB-ríki andvíg breytingum á ,,hlutfallslega stöðugleikanum"

2. júní 2009 kl. 17:56

Fimm ríki Evrópusambandsins – Portúgal, Spánn, Ítalía, Frakkland og Litháen –  eru andvíg því að gerðar verði breytingar á reglunni um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika. Þetta kemur fram í nýlegri fundargerð Poul Oma sem sem starfar fyrir fastanefnd Norðmanna fyrir ESB.

Í Grænbók ESB um sjávarútveg, sem kom út í apríl sl., er bent á að reglan tryggi ekki lengur að tryggi ekki lengur að fiskveiðiréttindi haldist hjá viðkomandi veiðiþjóð vegna kvótahopps og fleiri stjórnunaraðgerða einstakra aðildarríkja. Þar er því jafnframt velt upp að ljósi reynslunnar þurfi að ákveða hvort reglan standi óbreytt eða hvort gera skuli á henni breytingar. Þegar Grænbókin var kynnt sagði Joe Borg, fiskimálastjóri ESB,  að endurskoða þyrfti inntak reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika, þar sem hún hefði fremur leitt til þess að einstök ríki hefðu sett eigin hagsmuni framar hagsmunum heildarinnar.

Framangreind fimm ríki hafa samtals 104 atkvæði í ráðherraráði Evrópusambandsins. Reglan um aukinn meirihluta atkvæða gerir það að verkum að til að koma málum í gegnum ráðið þarf 255 atkvæði af 345. Breytingar á reglunni um hlutfallslegan stöðugleika ná því ekki fram að ganga haldi ríkin fimm óbreyttri afstöðu.

Frá þessu er skýrt á vef LÍÚ.