mánudagur, 22. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fimm milljarða frystitogari smíðaður á Spáni

3. maí 2017 kl. 11:27

Teikning af nýjum frystitogara HB Granda

HB Grandi gengur til samninga við skipasmíðastöðina Astilleros Armon Gijon.

Stjórn HB Granda hf. hefur ákveðið að ganga til samninga við spænsku skipasmíðastöðina Astilleros Armon Gijon, S.A. um smíði á frystitogara á grundvelli tilboðs frá skipasmíðastöðinni.

Samningsupphæðin mun liggja nærri 5 milljörðum króna. Áætlað er að gangi samningar eftir muni skipið verða afhent á árinu 2019.

Eins og áður hefur komið fram er togarinn hannaður af Rolls Royce í Noregi og er 81 m langur, 17 m breiður og hefur lestarrými fyrir um 1.000 tonn af frystum afurðum á brettum. 

Ekki eru fyrirhugaðar frekari nýsmíðar af hálfu félagsins að svo stöddu en félagið gerir nú út 3 frystitogara sem eru byggðir á árunum 1988-1992, 4 ísfisktogara og 2 uppsjávarveiðiskip.