sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fimmtán hrefnur veiddar

18. júní 2009 kl. 10:03

Hrefnuveiðibáturinn Jóhanna ÁR hélt til veiða í Faxaflóa í gærmorgun og veiddi  tvær hrefnur fljótlega eftir að hún   kom út á miðin. Er þá búið að veiða samtals 15  hrefnur það sem af er sumri, að því er fram kemur á vef Félags hrefnuveiðimanna.

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur hrefnuveiðikvótinn verið aukinn úr 100 dýrum í 200 dýr á þessu ári í kjölfar nýrrar veiðiráðgjafar Hafrannsóknastofnunar, en samkvæmt lögum er kvótinn miðaður við ráðgjöfina hverju sinni.