föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fimmtungs munur á afurðaverði makríls

18. október 2013 kl. 13:00

Makríll unninn í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. (Mynd: Þórhildur Eir Sigurgeirsdóttir)

Samanburður á útflutningsverði makrílafurða á Íslandi og í Noregi

Þrátt fyrir að Íslendingar þurfi að veiða makrílinn að stórum hluta á sumrin þegar ástand hans er lakara en á veiðitíma Norðmanna á haustin og fram á vetur er aðeins fimmtungs munur á meðalútflutningsverði þjóðanna þegar á heildina er litið, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum. 

Samkvæmt tölum sem Iceland Seafood hefur tekið saman og byggðar eru á hagtölum beggja landanna var meðalútflutningsverð frystra makrílsafurða rúmlega 21% lægra frá Íslandi en Noregi á síðasta ári eða 1.441 bandaríkjadollarar á tonnið samanborið við 1.832 tonn. Þetta samsvarar því að íslenska verðið hafi verið 176 krónur að meðaltali en það norska 224 íslenskar krónur miðað við núverandi gengi dollars.

Þá vekur athygli að Íslendingar sóttu á Norðmenn í meðalverði milli ára því munurinn var 23,5% á árinu 2011 en rúm 21% í fyrra eins og áður sagði. 

Sjá ítarlega umfjöllun um þennan samanburð í Fiskifréttum.