fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskeldi í Færeyjum: 70 eldisfyrirtæki urðu að 3

14. júlí 2011 kl. 11:14

Laxeldi í Færeyjum. (Mynd af vef Luna)

Í upphafi var reglan sú að hver aðili fékk aðeins leyfi til að reka eina fiskeldisstöð

Sú var tíðin að meira en 70 fiskeldisstöðvar eða laxeldisstöðvar voru starfræktar í Færeyjum. Nú hefur þeim fækkað niður í 3, að því er fram kemur á vef IntraFish.

Stóru eldisfyrirtækin 3 eru: Bakkafrost, Marine Harvest og Luna. Luna er eina fyrirtækið sem er algerlega í færeyskri eigu. Engir erlendir fjárfestar eiga í því eins og í hinum félögunum.

Í upphafi var fiskeldi í Færeyjum skipulagt til að skapa störf í dreifðari byggðum. Markmiðið var að einn eigandi fengi aðeins leyfi til að reka eina fiskeldisstöð. Þessi stefna gekk ekki nógu vel upp. Henni var breytt þannig að einn aðili gat fengið leyfi til að reka margar eldisstöðvar. Eftir það varð þróunin ör.

Í byrjun tíunda áratugarins voru um 70 eldisfyrirtæki starfandi en á stuttum tíma fækkaði þeim niður í 20 fyrirtæki. Nú eru þau 5 eða í raun bara 3 því Bakkafrost er aðaleigandi tveggja smærri eldisstöðva, Viking Seafood og Faroe Farming.