
Á síðustu þremur fiskveiðiárum hefur hlutfall þorsks, ýsu, steinbíts og ufsa sem selt er á fiskmörkuðum farið vaxandi.
Á fiskveiðiárinu 2007/2008 voru 25.618 tonn af þorski seld á fiskmörkuðum, sem jafngilti 17% af heildarþorskafla þess árs. Síðasta fiskveiðiár skilaði hins vegar 37 þús. tonnum á markað sem jafngilti 21% af þorskaflanum.
Hlutfall ýsu fór úr 32% í 38%, steinbítur úr 53% í 63% og ufsinn úr 9% í 14% á þessu tímabili.
Frá þessu er skýrt á vef Landssambands smábátaeigenda, HÉR.