laugardagur, 31. október 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskneysla Íslendinga ekki svipur hjá sjón

4. febrúar 2011 kl. 09:14

Fiskmáltíð.

Stúlkur í aldurshópnum 15 til 19 ára borða sem samsvarar einum munnbita á dag

Fiskneysla Íslendinga hefur tekið miklum breytingum og er hún ekki nema svipur hjá sjón miðað við fyrri tíma, að því er fram kemur í viðtali í Fiskifréttum við Laufey Steingrímsdóttur, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands.

Árið 1939 innbyrti hver Íslendingur ríflega 200 grömm af fiski á dag að meðaltali en árið 2002 var neyslan komin niður í 40 grömm á dag. Ekki borða allir aldurshópar jafnmikið af fiski. Samkvæmt könnun frá árinu 2002 borðuðu stúlkur á aldrinum 15 til 19 ára að meðaltali 15 grömm af fiski á dag sem jafngildir einum munnbita. Mest er fiskneyslan hjá karlmönnum sem komnir eru yfir miðjan aldur.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.