laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskuðu fyrir 17 milljarða króna

6. janúar 2014 kl. 08:00

Örfirisey RE skilaði mestu aflaverðmæti skipa HB Granda.

Afli og aflaverðmæti skipa HB Granda dróst saman um 5,5% milli ára.

Afli skipa HB Granda í fyrra nam alls tæplega 188 þúsund tonnum og aflaverðmætið var um 16.752 milljónir króna. Þetta er um 5,5% samdráttur frá árinu 2012 þegar aflinn var tæplega 199 þúsund tonn og aflaverðmætið um 1.774 milljónir króna.

Aflasamdráttinn á árinu má aðallega skrifa á trega síldveiði í lok ársins en þegar á heildina er litið voru uppsjávarveiðiskipin með rúmlega 135 þúsund tonna afla í fyrra en hátt í 149 þúsund tonn á árinu 2012. Aflahæst uppsjávarskipanna var Ingunn AK með rúmlega 47.100 tonna ársafla og aflaverðmæti upp á tæpar 1.769 milljónir króna.

Af frystitogurunum var Örfirisey RE aflahæsta skipið með 9.525 tonn og einnig með mesta aflaverðmætið, tæplega 2.271 milljón króna.
Ásbjörn RE var aflahæstur ísfisktogaranna með 6.390 tonna afla en Sturlaugur H. Böðvarsson AK skilaði mestu aflaverðmæti, tæplega 1.129 milljónum króna.

Vert er að hafa í huga við þennan samanburð að HB Grandi lagði frystitogaranum Venusi HF um mitt síðasta ár og var það skip síðan selt í lok ársins. Þá var Helgu.Maríu AK breytt í ísfisktogara í Póllandi og var skipið frá veiðum í fleiri mánuði vegna þeirra breytinga, að því er fram kemur á vef HB Granda.