mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskur fullur af plasti

4. júlí 2011 kl. 13:02

Plastúrgangur

Fiskar í Norður-Kyrrahafi taldir éta um 12-24 þúsund tonn af plasti á ári

Fiskur í Norður-Kyrrahafi étur nokkur þúsund tonn af plastúrgangi á ári samkvæmt niðurstöðum úr rannsókn á vegum Scripps Institution of Oceanography í San Diego, að því er fram kemur á vefnum fis.com.

Vísindamenn sem stóðu að rannsókninni fundu leifar af plasti í mögum 9% þeirra fiska sem safnað var í leiðangri sem farinn meðal annars til að kanna hinn gríðarlega víðfeðma og margfræga plastúrgangsflekk í Kyrrahafi. Sumir fiskar voru jafnvel fullir af plasti. Á grundvelli þessa var metið að miðsjávarfiskur á þessum slóðum éti um það bil 12 þúsund til 24 þúsund tonn á ári.

Vísindamennirnir segja að þessir tilteknu fiskar gegni þýðingarmiklu hlutverki sem tengiliður milli þörunga og þeirra fisktegunda sem eru í efri lögum fæðupíramídans. Þeir telja fullvíst að plastið hafi umtalsverð áhrif á fiskinn en frekari rannsóknir þurfi til að finna út nákvæmlega hvers eðlis þau áhrif eru.