mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskurinn hennar Stínu

24. janúar 2014 kl. 14:00

Fiskborð.

Kver með kvæðinu um Fiskinn hennar Stínu afhent leikskólabörnum sem liður í átakinu Fiskídag

Allir nemar í elsta aldurshópi leikskóla landsins munu á næstunni fá afhent lítið kver með kvæðinu um Fiskinn hennar Stínu. Er það hluti af landsátakinu Fiskídag sem Matís stendur að og er ætlað er að gera fólk meðvitaðra um mikilvægi fiskneyslu og fisktengdum afurðum svo sem lýsi og öðru sjávarfangi. 

Gunnþórunn Einarsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís, og Ingunn Jónsdóttir, stöðvarstjóri hjá Matís, eru skipuleggjendur átaksins. Ingunn sagði í samtali við Landssamband íslenskra útvegsmanna að stefnt sé að því að vekja fólk á breiðu aldursbili um mikilvægi þess að borða fisk. Í vikunni afhenti hún fyrstu eintökin af kvæðakverinu börnum í leikskólanum Krakkakoti í landbúnaðarhéraðinu Flóahreppi í Árnessýslu. 

Sjá nánar á vef LÍÚ.