þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskveiðisamningur ESB við Máritaníu samþykktur

8. október 2013 kl. 15:30

Spánskt skip.

11,5 milljarða fjárstuðningur til Máritaníu á ári

Evrópuþingið hefur samþykkt nýgerðan fiskveiðisamning milli ESB og Máritaníu þrátt fyrir að fiskveiðinefndin hafi lagt til að samningnum verði hafnað. Þetta kemur fram á vef BBC.

Samkvæmt samkomulaginu mega ESB-skip veiða í lögsögu Máritaníu næstu tvö árin gegn 70 milljóna evra fjárstuðningi á ári, um 11,5 milljarðar íslenskar krónur. Samkomulagið heimilar 112 skipum frá 12 ESB-ríkum að veiða við Máritaniu.

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, segir að samningurinn uppfylli skilyrði um sjálfbærni, sanngirni og hagkvæmni.

Formaður nefndarinnar, Spánverjinn Gabriel Mato Adrover, segir hins vegar að þetta sé slæmur samningur, bæði fyrir fiskiskipaflotann og skattgreiðendur. Hann segir einnig að skipin þurfi að greiða hærri leyfisgjöld.