mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjögur dönsk skip á leið til Grænlands að veiða loðnu

20. júlí 2011 kl. 12:09

Loðna

Dönsku skipin hafa leyfi til að veiða alls 25 þúsund tonn

Fjögur nótaveiðiskip frá Hirtshals í Danmörku eru nú á leiðinni til Grænlands að veiða loðnu og verða komin á miðin innan tíðar, að því er fram kemur á vefnum fiskerforum.dk.

Skipin eru Beinur, Ruth, Asbjørn og Isafold. Sigling á miðin við Grænland frá Danmörk tekur 4-5 sólarhringa. Í fréttinni segir að skipin hafi beðið í nokkrar vikur eftir því að fá alla pappíra samþykkta. Dönsk skipi hafi leyfi til að veiða alls 25 þúsund tonn af loðnu í grænlensku lögsögunni.

Dönsk skip hafa áður, reyndar með misjöfnum árangri, veitt loðnu í grænlenskri lögsögu en sumarloðnuveiðar hafa legið niðri í nokkur ár.

Íslendingar eru með 81% hlut í loðnustofninum, Grænlendingar 11% og Norðmenn 8%. Sumarloðnuveiðar íslenskra skipa eru bannaðar.