þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjögur hundruð kílóa flykki

6. september 2012 kl. 11:00

400 kílóa tunglfiskur sem Hamar SH fékk á dögunum. (Mynd: Runólfur J. Kristjánsson).

Meira ber á tunglfiski við Íslandsstrendur en áður.

Vitað er um að minnsta kosti fjögur skip sem fengið hafa tunglfisk í veiðarfæri sín suður og vestur af landinu og tilkynnt aflann til Fiskistofu. Allt eru þetta skip á makrílveiðum en makríllinn er veiddur í yfirborði sjávar og þar heldur tunglfiskurinn sig einnig. Tunglfiskur er flækingur við Íslandsstrendur sem veiðst hefur hér stöku sinnum gegnum árin en meira verður vart við hann nú, sennilega vegna makrílveiðanna. 

Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.