mánudagur, 8. mars 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjögur íslensk skip á kolmunnaveiðum við Færeyjar

12. janúar 2009 kl. 16:54

og fleiri á leiðinni

Þar sem að litlar líkur eru á því að loðnuveiðar verði heimilaðar á næstunni hefur verið ákveðið að senda skip HB Granda til kolmunnaveiða. Lundey NS er komin á miðin suður af Færeyjum, Faxi RE er á leið á miðin og áætlað er að Ingunn AK fari frá Reykjavík í kvöld.

Fyrir á miðunum eru Samherjaskipið Vilhelm Þorsteinsson EA og Eskjuskipin Aðalsteinn Jónsson SU og Jón Kjartansson SU.

Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda, voru það mikil vonbrigði að ekki skyldi mælast meira af loðnu í loðnuleitinni í síðustu viku.  

,,Það var góð kolmunnaveiði suður af Færeyjum í síðustu viku og við ákváðum því að senda skipin til kolmunnaveiða. Áhöfnin á Lundey NS hóf veiðarnar í morgun og þess ætti að verða skammt að bíða að Faxi RE geti hafið veiðar,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson á heimasíðu HB Granda.