fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Flest loðnuskipin hætt veiðum

23. mars 2012 kl. 12:32

Ásgrímur Halldórsson SF á loðnuveiðum á vertíðinni. (Mynd: Ólafur Óskar Stefánsson).

Það litla sem fengist hefur að undanförnu er kolsvartur og loðinn karl.

Góð loðnuvertíð virðist nú vera á enda runnin. Flest loðnuskipin eru hætt veiðum. Ásgrímur Halldórsson SF frá Hornafirði er þessa stundina að fikra sig austur með suðurströndinni á heimleið. Að sögn Ásgeirs Gunnarssonar útgerðarstjóra Skinneyjar-Þinganess er hann með aðeins 100 tonn í lest eftir þrjá daga.

,,Þetta virðist vera búið nema einhver loðna komi vestan að. Það litla sem fengist hefur að undanförnu er kolsvartur og loðinn karl. Annars hefur vertíðin verið ágæt þótt veðráttan hafi verið erfið og innsiglingin hingað til Hornafjarðar verið til trafala. Hún lokaðist í viku á hrognatímabilinu og á meðan lönduðum við í Vestmannaeyjum og á Hornafirði,“ sagði Ásgeir, en Skinney-Þinganes á 1.800 tonn eftir af loðnukvóta sínum.

Samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu eru 13.000 tonn óveidd af heildarloðnukvótanum.