sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Flexicut frá Marel í fyrsta sinn í skip

28. apríl 2017 kl. 11:48

Sigmundur Andrésson, framkvæmdastjóri IceFresh, dótturfyrirtækis Samherja, Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri Marel Fish, Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerða

Sett upp í skip UK Fisheries í eigu dótturfélags Samherja og Parlevliet van der Plas

 

Marel hefur gert samning við Vísi hf. Um áframhaldandi samstarf og viðskipti og við Samherja og Parlevliet van der Plas um kaup á Flexicut vatnskurðarvélum. Skrifað var undir samningana á sjávarútvegssýningunni í Brussel í síðustu viku.

Vísir hf. hefur verið einn af helstu samstarfsaðilum Marels í þróun Flexicut vatnskurðarvélarinnar. Tvær slíkar vélar er í notkun hjá fyrirtækinu í Grindavík.

Sjálvirknivæðing í hvítfiskvinnslu heldur áfram hjá Vísi og núna með FleXitrim línu sem kemur á undan Flexicut í vinnsluferlinu. 

Parlevliet van der Plas er leiðandi sjávarútvegsfyrirtæki í Hollandi. Dótturfélag þess á UK Fisheries Ltd. í Bretlandi til helminga á móti dótturfélagi Samherja, Onward Fishing Ltd. UK Fisheries Ltd. á útgerðarfélagið Boyd Line Ltd. í Hull og Marr Fishing Vessel Management. Þessi félög gera út togarana Kirkella, Marbella og Farnella.

Samningurinn snýst um kaup á Flexicut vélum sem settar verða upp í frystitogara UK Fishing.  Fyrstu uppsetningunni verður lokið á þriðja ársfjórðungi 2017. Um er að ræða fyrstu uppsetningu á Flexicut í skipi en hingað til hefur vélin verið notuð í vinnslum á landi.