sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Flutningur þorskaflamarks milli óskyldra dregst saman um 41%

9. apríl 2008 kl. 14:58

Verulega hefur dregið úr flutningi aflamarks milli skipa í eigu óskyldra aðila á yfirstandandi fiskveiðiári í kjölfar þriðjungs skerðingar þorskkvótans. Nemur samdrátturinn 41% fyrstu sjö mánuði fiskveiðiársins miðað við sama tímabil árið áður.

Á fyrstu sjö mánuðum núverandi fiskveiðiárs nam þessi kvótaflutningur liðlega 22 þúsund tonnum samanborið við tæplega 38 þúsund tonn á sama tímabili áður.

Þetta kemur fram á vef Fiskistofu. Sjá meðfylgjandi TÖFLU.