laugardagur, 29. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Formaður LS fagnar útspili ráðherra um handfæraveiðar en er ósáttur við aðferðina

17. apríl 2009 kl. 10:38

,,Ég get ekki annað en glaðst yfir því ef efla á handfæraveiðar enda höfum við hvatt til þess í 25 ár að færaveiðar verði gefnar frjálsar. Hins vegar hef ég alltaf talað fyrir því að þessum veiðum yrði haldið utan kerfisins og handfæraaflinn yrði afgangsstærð þegar kæmi að ákvörðun leyfilegs heildarafla enda er hann langt utan skekkjumarka í stofnmati fiskifræðinga.”

Þetta sagði Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda þegar hann var inntur álits á þeim áformum sem Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra kynnti í gær um að byggðakvótinn yrði afnuminn og þær aflaheimildir notaðar til þess að leyfa frjálsar handfæraveiðar að sumarlagi.

,,Ég hefði frekar viljað að þær aflaheimildir sem hingað til hafa farið í byggðakvóta yrðu notaðar til þess að bæta við línuívilnunina og láta allar línuveiðar njóta hennar,” sagði Arthur.