laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fosfat notað í ýmsar algengar neysluvörur

24. september 2010 kl. 11:34

Íslenskir saltfiskframleiðendur vísa því á bug að notkun á fosfati við saltfiskverkun sé á nokkurn hátt skaðleg eða óæskileg eins og ýjað hefur verið að í fjölmiðlum síðustu daga, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Saltfiskframleiðandi sem Fiskifréttir ræddu við segir eðlilegar skýringar vera á því að saltfiskur rataði ekki á sínum tíma inn á lista sem ESB gaf út um matvæli þar sem fosfatnotkun er leyfð. ,,Sá listi inniheldur meðal annars ýmsar algengar neysluvörur, svo sem brauð, ost, kjötvörur og frystan fisk, að ekki sé talað um Coca Cola. Ástæðan fyrir því að saltfiskur er ekki á þessum lista er einfaldlega sú að fosfat var ekki notað við saltfiskvinnslu á þeim tíma sem þessi listi var saminn,“ segir hann.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.