sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Framkvæmdastjóri LÍÚ: Samningar um makrílinn borin von

25. september 2009 kl. 15:00

Makrílafli íslenskra skipa er nú kominn í 116 þúsund tonn. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segist sjá fram á auknar makrílveiðar Íslendinga á næsta ári, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.

,,Ég held að það sé borin von að samningar náist við önnur strandríki um veiðar Íslendinga úr þessum stofni eins og við höfum margoft leitað eftir. Við munum því væntanlega gefa út okkar eigin kvóta sem fyrr. Makrílstofninn er í ágætu ástandi og makríll gengur inn í íslenska lögsögu í miklum mæli. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við aukum okkar hlut,“ segir Friðrik.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.