fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Framleiðsla á lýsi til manneldis úr uppsjávarfiski hefst innan skamms

3. september 2015 kl. 14:22

Flöskur með lýsi úr uppsjávarfiski frá Margildi.

Margildi hefur þróað aðferð til að vinna lýsi til manneldis úr loðnu, síld og makríl

Fyrirtækið Margildi hefur sótt um einkaleyfi á aðferð til að vinna lýsi til manneldis úr hrálýsi úr loðnu, síld og makríl. Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum.

Margildi stefnir að því að hefja framleiðslu á þessu lýsi í samstarfi við erlenda aðila á þessu ári og í eigin verksmiðju 2017. Lýsið verður nýtt í fæðubótarefni, markfæði og barnamat sem er með viðbættum omega-3 fitusýrum.

Staðsetning verksmiðjunnar hefur ekki verið ákveðin. Helst er litið til Austfjarða þar sem stutt er í hráefni og góð aðstaða til útflutnings. Áætlaður kostnaður við fullbyggða verksmiðju er um þrír og hálfur milljarður króna. Með fullum afköstum gæti verksmiðjan unnið úr um 13 þúsund tonnum af hrálýsi en til samanburðar má nefna að ársframleiðslan á hrálýsi úr uppsjávarfiski á Íslandi er um 50 til 60 þúsund tonn. 

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.