sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Framtíðarveiðar: Fiskinn lifandi í land

2. júní 2009 kl. 12:18

Verða fiskveiðar framtíðarinnar í því fólgnar að koma með fiskinn lifandi í land? Þessu veltir norska rannsóknafyrirtækið Nofima fyrir sér og hefur sett af stað tilraunaverkefni sem miðar að því að auðvelda skipum að flytja lifandi fisk til hafnar af miðunum. 

Þetta fyrirkomulag hefur ýmsa kosti í för með sér. Það vinnur til dæmis gegn sveiflum í framboði á villtum fiski á markaði þannig að hægt er að sinna eftirspurn án truflana árið um kring.

Einnig skapast með þessum hætti möguleikar á að fóðra fiskinn í landi áður en hann er seldur og auka þannig verðmæti hans, eins og reyndar er gert í nokkrum mæli í þorskeldi hér á landi. Nofima talar er um að unnt sé að tvöfalda þyngd hans á hálfu ári.

Í frétt í Fiskeribladet/Fiskaren segir að norskir fiskimenn séu byrjaðir að koma með lifandi fisk í land en ennþá sé magnið innan við 1% af heildarþorskkvótanum þar í landi.