föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frístundaveiðar skila 21 milljarði í Noregi

7. júlí 2011 kl. 13:00

Fiskibátur við bryggju í Noregi.

Ferðamennska í strandhéruðum vaxandi atvinnugrein í Noregi

Tekjur af frístundaveiðum á sjó í Noregi nálgast nú einn milljarð NOK á ári sem samsvarar um 21 milljarði íslenskra króna. Þetta eru niðurstöður í skýrslu sem norska rannsóknafyrirtækið Nofima birti nýlega.

Fjallað er um málið í nýjustu Fiskifréttum og rætt við aðila sem bjóða frístundaveiðar hér á landi.

Margar sjávarbyggðir í Noregi sem hafa mátt þola samdrátt í hefðbundnum fiskiðnaði undanfarin ár vonast nú til þess að ferðaþjónustan geti eflt atvinnulífið og þannig komið í veg fyrir fólksfækkun.

Ferðamennska í sjávarbyggðum er fjölbreytt og þar er ekki aðeins um frístundaveiðar að ræða. Á undanförnum árum hafa frístundaveiðar verið í mikilli sókn og áætlar Nofima að þær skili einum milljarði NOK í tekjur á ári. Þar af fáist nærri 500 milljónir norskra króna vegna leigu á bátum og búnaði vegna frístundaveiða.

 

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.