laugardagur, 29. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frjálsar sumarveiðar á handfærum en byggðakvóti lagður niður

16. apríl 2009 kl. 14:30

Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra kynnti í dag hugmynd sína um að fresta úthlutun byggðakvóta á þessu fiskveiðiár en taka þess í stað upp frjálsar handfæraveiðar frá 1. maí til 31. ágúst með ákveðnum skilyrðum.

Ráðstafaði verði 8.627 tonnum af óslægðum botnfiski til áðurnefndra strandveiða. Bátar að hámarksstærð 15 brúttótonn geta fengið leyfi til að stunda þessar veiðar en þeir mega ekki stunda aðrar atvinnuveiðar á sama tímabili. Fjöldi handfærarúlla verður takmarkaður á hverjum báti, svo og veiðitími og afli á hverjum sólarhring.

Nánar er fjallað um málið í frétt á vef sjávarútvegsráðuneytisins, HÉR