miðvikudagur, 11. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frjálsar þorskveiðar strandflotans

7. nóvember 2013 kl. 09:00

Fiski landað í Tromsö í Noregi.

Norðmenn óttast að þorskkvótinn árið 2013 náist ekki

Þorskkvóti í Noregi hefur aldrei verið hærri en í ár. Norðmenn standa nú frammi fyrir þeim vanda að allt stefnir í það að kvótinn náist ekki.

Eftir nokkurn vandræðagang í stjórnsýslunni hjó Elisabeth Aspaker, sjávarútvegsráðherra Noregs, á hnútinn og gaf þorskveiðar frjálsar hjá strandflotanum, að því er fram kemur í Fiskeribladet/Fiskaren.

Þorskkvótinn í Noregi árið 2013 er 472.340 tonn upp úr sjó. Aflaverðmæti þessa kvóta er áætlað um 3,3 milljarðar norskra króna (67 milljarðar ISK) ef miðað er við lágmarksverð.

Strandflotinn má veiða um 265 þúsund tonn af þorski, togaraflotinn 148 þúsund tonn og önnur skip sem veiða í úthafinu 40 þúsund tonn. Afganginum er ráðstafað til ýmissa verkefna, svo sem til hafrannsókna.

Um mánaðamótin september/október átti eftir að veiða 100 þúsund tonn af þorskkvóta ársins 2013, þar af átti strandflotinn eftir að veiða rúm 30 þúsund tonn.