mánudagur, 17. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrning umfram 0,5% þýðir taprekstur

12. maí 2010 kl. 12:01

Línuleg fyrning aflaheimilda umfram 0,5% á ári myndi þurrka út hagnað útgerðarinnar, segir í sérfræðiáliti sem unnið var fyrir starfshóp um endurskoðunarnefnd fiskveiðistjórnunarkerfisins.

Höfundur álitsins er Daði Már Kristófersson dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Í álitinu segir m.a.:

,,Fyrning aflaheimilda felur í sér mjög mikil neikvæð áhrif bæði á efnahag og rekstur útgerðarfyrirtækja. Það sem að óathuguðu máli gæti litið út fyrir að vera óveruleg fyrning hefur í raun afar mikil neikvæð áhrif, enda er verið að svipta útgerðarfyrirtækin lykileignum með varanlegum hætti. Niðurstöður þessarar greinargerðar benda til þess að línuleg fyrning umfram 0,5% á ári mundi þurrka út hagnað útgerðarinnar. Fyrning umfram það er líkleg til þess að valda viðvarandi taprekstri. Slík lág fyrning mun einnig draga verulega úr eigin fé útgerðarfyrirtækjanna. Samkvæmt þessari greiningu mundi um 1% línuleg fyrning á ári eyða að fullu eigin fé útgerðarinnar.”

Sjá nánar í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.