þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrsta íslenska MSC vottunin í höfn

22. júní 2011 kl. 12:15

Þorskur í ís.

Þorsk- og ýsuveiðar á Íslandsmiðum standast alþjóðlegar kröfur um sjálfbæra nýtingu.

Sæmark sjávarafurðir ehf. hlýtur nú, fyrst íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, vottun samkvæmt stöðlum Marine Stewardship Council (MSC) um sjálfbærar fiskveiðar. Að baki liggur langt og ítarlegt matsferli hjá Vottunarstofunni Tún.

Sæmark sjávarafurðir ehf. er fiskútflutningsfyrirtæki og annast markaðssetningu sjávarafurða frá útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum víðs vegar um landið, en fjögur þeirra tóku þátt í þessu verkefni: Fiskvinnslan Íslandssaga hf. á Suðureyri, Hraðfrystihús Hellissands hf., Oddi hf. á Patreksfirði og Þórsberg ehf. á Tálknafirði. Vottunin staðfestir að þorsk- og ýsuveiðar þessara útgerða með handfærum, línu og dragnót uppfylla kröfur MSC um sjálfbæra nýtingu fiskistofna, skynsamlega stjórnun fiskveiða og tillitsemi við vistkerfi sjávar.

Sæmark veitir vottuninni viðtöku á morgun en meðal viðstaddra verða Jón Bjarnson sjávarútvegsráðherra, Rupert Howes forstjóri MSC og Ally Dingwall framkvæmdastjóri sjávarafurða hjá verslunarkeðjunni Sainsbury í Bretlandi. Sainsbury dreifir stórum hluta þorsks- og ýsuaflans sem veiðist hér við land á línu og handfæri.

 

Sjá nánar á vef