miðvikudagur, 22. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrsta síldin eftir verkfall

21. nóvember 2016 kl. 12:29

Bjarni Ólafsson AK landar síldarfarmi hjá Síldarvinnslunni í dag. (Mynd: Hákon Ernuson)

Bjarni Ólafsson AK kom með 700 tonn til Neskaupstaðar í morgun.

Bjarni Ólafsson AK kom með 700 tonn af síld til Neskaupstaðar í morgun og hófst strax vinnsla á henni í fiskiðjuverinu. Þetta er fyrsta síldin sem berst til Neskaupstaðar eftir verkfall sjómanna, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar.

Gísli Runólfsson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni, sagði að þessi 700 tonn hefðu fengist á einum sólarhring vestur af Reykjanesi, á sömu slóðum og veitt var á fyrir verkfall. „Við fengum þennan afla í þremur holum en 400 tonn fengust í einu þeirra. Það vantar í reyndinni allan kraft í veiðarnar þó menn fái góð hol af og til. Einhvern veginn virðist þetta vera seinna á ferðinni en oft áður og svo er kvótinn ósköp takmarkaður,“ sagði Gísli.

Beitir NK hélt til síldveiða frá Neskaupstað sl. föstudag og Börkur NK í gær.