laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrsta uppsjávarskipið með tveimur trollum

19. desember 2013 kl. 13:00

Dönsk útgerð gerir samning um smíði á 88 m tog- og nótaskipi.

Útgerðin Ruth A/S frá Hirtshals í Danmörku hefur pantað smíði á nýju 88 metrar löngu og 17 metra breiðu tog- og nótaskip hjá dönsku Karstensens skipasmíðastöðinni. Skipið mun geta toga með tveimur trollum samtímis og er þetta fyrsta uppsjávarskipið í  heiminum sem þannig er útbúið, að því er útgerðin og skipasmíðastöðin vita best.

Þar af leiðandi verða um borð í skipinu þrjár togvindur, fjórar netvindur og tvær fiskidælur hvor á sínu borði.

Kostnaður við smíði skipsins er áætlaður um 250 milljónir danskra króna eða jafnvirði um 5 milljarða íslenskra króna.

Sjá nánar á vef Fiskerforum