fimmtudagur, 13. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gellupeyjar í Eyjum

16. apríl 2014 kl. 12:00

Gellupeyjar í Vestmannaeyjum árið 1980. (Mynd: Sigurgeir Jónasson)

Horfinn „atvinnuvegur“ í Vestmannaeyjum

Í Vestmannaeyjum var á öldinni sem leið að finna nokkuð sérstakt fyrirbæri, svonefnda gellupeyja. Þetta voru strákar á aldrinum tíu til fimmtán ára og á vetrarvertíð fóru þeir eftir skóla með sérútbúna vagna, gelluvagna, niður að höfn og gelluðu þar í gríð og erg. 

Þetta kemur fram í fróðlegri samantekt um gellupeyjana í Eyjum í páskablaði Fiskifrétta. Eftir að hafa gellað héldu strákarnir síðan upp í bæ, bönkuðu upp á í húsum og seldu afrakstur dagsins. Þetta var ágæt leið til að afla sér vasapeninga. 

Gellupeyjarnir voru hvað mest áberandi á árunum 1960 til 1990 en á síðasta áratug aldarinna lagðist þessi „atvinnuvegur“ nær alveg af. 

Sjá nánar í páskablaði Fiskifrétta.