
Félagsfundur Félags skipstjórnarmanna haldinn þann 30. desember gerir þá skýlausu kröfu til stjórnvalda að þau sjái til þess að þriðju þyrlunni verði bætt við flugflota Landhelgisgæslunnar.
,,Við þær aðstæður sem nú ríkja eru skipstjórnarmenn settir í þá óásættanlegu stöðu að geta ekki lengur stólað á aðstoð Landhelgisgæsluna ef að upp kemur staða þar sem um líf eða dauða er að tefla,” segir í ályktun fundarins.