miðvikudagur, 12. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Glæsilegasta uppsjávarskip Dana

14. apríl 2014 kl. 11:09

Gitte Henning er glæsilegt skip.

Norðursjór er fullur af makríl, segir útgerðarmaður skipsins

Fyrir skömmu kom glæsilegasta uppsjávarskip Dana, Gitte Henning, í fyrsta sinn nýsmíðað til heimahafnar í Skagen. Skipið, sem var smíðað í Litháen, er um 86 metra langt og 17,6 metra breitt. Það er jafnframt stærsta fiskiskip Dana.

Gitte Henning er um 4.400 brúttótonn og er útbúið 13 RSW-kælitönkum, alls um 3.200 rúmmetrar. Skipið veiðir aðallega í troll en er einnig útbúið til nótaveiða.

Skipstjóri og útgerðarmaður er Henning Kjeldsen. Hann er bjartsýnn á framtíð skipsins og segir í viðtali við Fiskeribladet/Fiskaren að Norðursjórinn sé fullur af makríl þótt vísindamenn hjá Alþjóðahafrannsóknaráðinu hafi verið tregir til að viðurkenna það. 

Sjá myndir af Gitte Henning HÉR.